11.11.08


Það hefur liðið svolítið langur tími síðan ég sýndi eitthvað nýtt... En ég er búin að vera mjög upptekin við leti og aðrar tómstundir. Hérna er þó eitt kort sem ég náði að klára á dögunum. Þetta er stimpilmynd frá Wiff&Joy sem vinkona mín sendi mér sem gerir mig bara veikari fyrir þessum stimplum...
-----
It's been a while since I showed you something new... I have been very busy doing nothing and a bit less. Here is one card though. This is a stamped image from Wiff&Joy that a friend of mine gave me and made me just want those stamps even more...

14.9.08



Nýtt kort / New card

Loksins, loksins, eitthvað nýtt frá mér. Búin að vera að föndra fullt en þar sem það eru að koma jól bráðum er það ekkert sem ég get sýnt! En hér er eitt kort sem ég gerði fyrir nokkru. Sarah Key stimpill og BG pp. Svo sum ekkert meira um það að segja.
---
Finally something new from me. Have been doing lots of stuff but the xmas is near there is nothing I can show you! But here is one card I mada some days ago. Sarah Key stamp and some Basic Greys...

12.9.08

Bloggnammi / Blogcandy

Suzanne has the most delicious blog candy up for grabs... please visit her blog.

26.8.08





Ég held ótrauð áfram með dagatalið mitt og hef nú lokið við febrúar mánuð... Áður en ég byrjaði á þessu verkefni hélt ég að ég ætti þær Tildur sem ég þurfti í þetta en það er nú aldeilis ekki sko! Mig "sárvantar" fleiri... Ég fékk þessa samt frá Drífubeib og mér finnst hún passa best við febrúar (ætlaði að hafa skautadrottningar-Tildu en fannst þessi passa betur). Skautadrottningar-Tilda verður í mars í staðinn en það er í framkvæmd.
---
I continue my work on the calendar and now I've finished the month of february... Before I began this project I thought I had just enough Tilda's for it but I was soooo wrong! I'm in a "desperate need" of more... Got this one from a Drífabeib and I think she's most appropriate to february (was going to use Skatequeen-Tilda but this one had what I needed). The Skatequeen-Tilda is going to be the march-covergirl instead and we're on that.
Thanx for lookin'

25.8.08




Það greip um sig skreytingaræði þegar keypt voru plein tímaritabox fyrir skólann. Um helgina skreytti ég fjögur svona box en við ákváðum að gefa kennaranum þeirra eitt. Pp er BG, Scarlett letter og stafirnir einhverjir límmiðar sem ég keypti einhverntíma einhversstaðar. Blekaðir kantar með distress bleiki frá Tim Holtz. Veit ekki alveg hvað annað er hægt að segja um þetta.
---
There were few plain boxex like this one decorated this weekend. It's for school and we decided to give one to the teacher. The pp is BG, Scarlett Letter and the letters are some old stickers I bought somewere sometime... The edges are inked with Distress Ink from Tim Holtz. Not sure if there is anything more to say about it.
Thanx for lookin,

22.8.08

Bloggnammi / blog candy

Rakst á þetta gómsæta bloggnammi hjá henni Debbie þegar ég ætlaði að þakka fyrir kommentið á jólakortið sem ég gerði fyrir áskorunina á Fullri skeið af sykri. Hversu gómsætt þykir ykkur þetta *kjamms*
---
Came across this delicious blog candy over at Debbie's place when I was going to thank her for her sweet comment on my entry for the Spoon full of sugar challenge. Now, how scrumptious is this *slurp*


Er það of snemmt fyrir jólakort? Ég var nefnilega að fá pöntun upp á 100 stk! Og þar sem ég reyni nú að vanda mig til að svekkja engan um jólin verð ég að byrja sem fyrst á þessu og ákvað að nota áskorun númer 13 á Fullri skeið af sykri sem orkuskot. Ég var semsagt að prufa í fyrsta skiptið að lita þessa elsku með Distress bleki en ekki vatnslitum eða copics. Mér finnst sjálfri mér hafa tekist vel upp.
---
Is it too early for xmascards? Because I had a request of 100 pcs! And of course so nobody'll get hurt over the holidays I try to do my very best. Used the sketch challenge nr 13 over at Spoon full of sugar as an energyboost. Now I was trying out for the first time to color this darling with Distress Ink instead of watercolors or copics. I think I did a quite good job.

21.8.08




Ég á erfitt með að sofa þessa dagana og hef því nógan tíma í kortagerð. Get engan vegin munað hvaðan ég fékk inspirasjónið af þessu korti... En þetta kort er fyrir bekkjabróður Sesselju sem átti afmæli um miðjan ágúst en veislan verður á laugardaginn. Og svo notaði ég í þetta kort afgangs pp frá BG, oh baby boy minnir mig, gamlan bréfpoka og Edda stimpil frá Magnólium.
---
I'm having trouble sleeping so what else to do than to make some cards? Can't possibly remember though were I got the ispiration for this one... But this one is for a classmate of Sesselja who's party is on Saturday. Used a left over pp from BG, oh baby boy I think, an old paperbag and an Edwin stamp, wich I colored with my copics.

Thanx for lookin,

19.8.08

Herra Ísland '83 / Mr. Iceland '83




Fann þessar myndir í kassa og ákvað að skrappa úr þeim, þetta er Kiddi litli bró þegar hann er rúmlega tveggja ára og hann er að pósa fyrir myndavélina. Man samt ekki hvaða pp ég notaði en ég notaði helling af Distress bleki frá TH og borða og blóm og bling.
---
Found those pics in a box and decided to scrap them, this is my little bro Kiddi when he was just over two years old allready posing to the camera. Can't remember what pp I used but I used a lot of Distress Ink from TH and ribbons and flowers and bling bling.




17.8.08

Albúm 2oo9 / Calendar 2oo9




Þegar ég sá áskorunina á Tildu&vinum í morgun fór ég að spá hvernig ég gæti tekið þátt aftur, áskorunin þessa vikuna er "Ískuldi" og fyrir mér er það janúarmánuður, frost og myrkur og öll jólaljósin farin. En fyrir langa löngu síðan sá ég hjá Jónu á "spjallinu" rosalega flottan standandi ramma sem hún var búin að skreyta/breyta í borðdagatal þannig að ég keypti svoleiðis í Ikea (það var þegar ég verslaði enn við þá sko) til að geta hermt eftir. Og hugmyndinni laust í kollinn á mér upp úr hádegi að þetta væri kjörið tækifæri til að byrja á dagatalinu langþráða. Og þetta er það sem kom út úr því... Magnólíu snjókall og BG pp auk stimpla sem ég man ekki hvaðan eru og "dagatalið" gerði ég í Publishernum í tölvunni. Svo skellti ég inn í vasann útprentuðum lista yfir afmælisbörnin í janúar.
---
When I saw the challenge at Tilda&Co this morning I started to think about how I could enter again, this week challenge is "Cold as Ice" and to me that means January, freezing cold and dark and all the xmas lights gone. Long time ago I saw at a friend in an Icelandic scrapbooking chatroom very beautiful standing frame that she had decorated/altered to a calendar that I bought one of those in Ikea (when I still shopped there) to copy. The idea popped to my head at brunch that this was a perfect opportunity to start that project finally. This is what came out of it... a Magnolia's snowman and some BG pp and swirl stamps I can't remember the name of, the calender it self I made from Microsoft office publisher. Into the pouch I slipped a printed list of all the Bday-babies in January.







Tvö saman / The Two of You


Gerði þessa í dag eftir skissu eftir Þórunni sem ég fann á SB.com. Notaði pp héðan og þaðan, CC í svigana, BG í stóru mottuna, grunnpp er SS og journalpp er MM. Þessar myndir eru teknar núna í júlí og ég gat ekki beðið eftir Ölver eftir að skrappa þær.
---
Did this one today by a sketch from Thorunn that I found on SB.com. Used all kinds of pp, CC for the arches, BG for the big mat, backgroundpp is SS and the journalpp is MM. Took those pics in july and I couldn't wait for a big get-2-gether in september to scrap them.

13.8.08

Skrappsíða / scrappage



Loksins kemur eitthvað skrapp frá mér. Ég hef aðallega einbeitt mér að kortunum undanfarið bæði til að grynnka aðeins á pp birgðunum mínum og til að geta notað allt nýja dótið mitt. Litina og stimplana. Þessi mynd hefur ásótt mig lengi. Þetta er ein af fáum myndum sem ég á af henni Dagbjörtu frá því að þær systur voru litlar og ég þurfti að photoshoppa hana mikið til að ná henni góðri úr prentun. En þetta tókst og aftur tel ég ekki upp það sem ég notaði nema bazzillinn því það er það eina sem ég er alveg pottþétt á. Allt hitt eru restar af pp sem ég á í bunkum!
---
Finally some scrapbooking. I've mainly been focused on cards lately because I've got a lot of scrap pp that I have to use before I buy more and to use my new stuff. The copic colors and the Sarah Key's stamps. This pic has been haunting me for a long time. It's one of few I got of Dagbjört since the two of them were toddlers and I had to do lots of Photoshop work on it to get it good through printing. But it worked and again I can't tell you what I used exept for the Bazzill for that is the only sure thing in that page, everything else on it are leftovers of mine that I've got in loads!

11.8.08

Fyrsta jólaföndrið / The first xmas thingy




Mig hefur langað til að taka þátt í áskorunum á Tildu&Vinum í langan tíma en aldrei þorað, sjálfsálitið hefur mátt muna fífil sinn fegri... En ákvað að stíga einu skrefi lengra en ég þori og gerði þetta. Notaði í þetta tóma klósettrúllu, grænan pappír, Magnólíu stimpla og copic litina mína. Nenni ekki að fara nánar í útlistun á hvað ég notaði... man ekki hvaða liti ég notaði, pp er eldgamall afgangur en klósettrúllan er Lambi.
---
For a long time I have been longing to take part in the challenges over at Tilda&Co but never had the guts, my ego has been in better shape... But now I decided to cross the line in the sand and this is what I came up with. I used for it an empty toiletroll, green pp, Magnolia's stamps and my copics. Don't bother to get into details of what I used... can't remember what colors I used, the pp is a leftover scrap but the toiletroll is Lambi.

10.8.08

Til vinkonu / For a girlfriend



Ákvað að taka þátt í áskorun á Sörublogginu. Mér finnst bara svo yndislegt að nota nýju litina mína og sjá flottu stimplmyndirnar mínar lifna við.
---
Decided to take part in the challenge on Sarah's blogsite. I just think it's wonderful to use my new colors and to see these beautiful stamp images come to life.


Ég notaði:
Sarah Key stimpil
Archival Brilliance graphite black blek
Hvítan og Buttercup kartonpappír
Creative Imaginations pp Anthology
Blúndu og borða
Prima blóm
Charm (hvað er íslenska nafnið á þetta??)
Fiðrildið er eitthvað sem ég fann í eeeeldgömlu kortadóti
Miðana gerði ég í PS og prentaði út.
Copic nr B34, E11, E57, G21, RV34, Y15, Y21
Sugarloaf Whisper Strokes , Kanil lit, Ólívugrænan, Bleikan
---
I used:
Sarah Key stamp
Archival Brilliance graphite black ink
White & Buttercup cardstock
Creative Imaginations pp Anthology
Lace & ribbon
Prima flowers
Charm (wonder what's the Icelandic word for it is??)
The butterfly is something I found in old old cardstuff.
The tickets I made in Photoshop and printed out.
Copic nr B34, E11, E57, G21, RV34, Y15, Y21
Sugarloaf Whisper Strokes , Cinnamon, Olive, Pink.

Loksins kort / Finally a card



Eyddi kvöldinu í kortagerð meðan ég fylgdist með dætrunum í tjaldgistingu í garðinum okkar með öðru auganu. Ákvað að nota skissuna frá PTW. Naut þess bara að leika mér með með nýju Copic litina mína og Sarah Key stimpla og útkoman er svona:
---
Spent the evening in cardmaking while I kept one eye on my daughters at their camping in our garden. Desided to use the sketch from PTW. Just enjoyed playing with my new Copic sketchers and my Sarah Key stamps and this is the outcome:




Ég notaði:
Söru stimpil (auðvitað)
Archival Brilliance graphite black blek
Bazzill og DSWV (held að þetta sé rétt munað hjá mér)
Creative Imaginations pp Anthology
Prima blóm
Copic nr B97, E11, G21, RV34, Y21
Sugarloaf Whisper Strokes Kanil lit.
---
I used:
Sarah Key stamp (of course)
Archival Brilliance graphite black ink
Bazzill and DSWV (I think that's what it's named)
Creative Imaginations pp Anthology
Prima flowers
Copic nr B97, E11, G21, RV34, Y21
Sugarloaf Whisper Strokes Cinnamon color.

7.8.08

Prufa / testing

Jæja, þá er ég komin með bloggsíðu á blogspot aftur... Er ekki alveg að muna kerfið hérna og svo hefur ýmislegt breyst meðan ég var í burtu... Vonandi gengur þetta. En gamla bloggið mitt er hérna ef þig langar að skoða það, en þar er bara röfl. http://huldastefania.blog.is/ og aðeins að prufa hvort það komi undirskrift...

---
Well, now I have a site on blogspot again... Don't quite remember this system and there have been a few changes while I was away... Hopefully this will work. But my old blogsite is here if you want to take a look, but there is just talk in icelandic. http://huldastefania.blog.is/